Fréttir

Hyggjast fjölga flugskýlum

Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa Borgarbyggðar í dag var lögð fram umsókn frá Ferðaþjónustunni Húsafelli ehf. um að fá að byggja fjögur ný flugskýli í nágrenni við flugvöllinn. Stærð hvers og eins skýlis verður 300 fm. Áformað er að byggja stálgrindarhús og klæða þau með yleiningum. Hönnuður er Nýhönnun ehf. Byggingaráform voru samþykkt enda uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga og byggingarreglugerðar.

Hyggjast fjölga flugskýlum - Skessuhorn