
Pétur Davíðsson hreppsnefndarmaður í Skorradalshreppi sendi Innviðaráðuneytinu 27. september stjórnsýslukæru vegna kosninga þeirra er fóru fram í Borgarbyggð og Skorradalshreppi í september um sameiningu þeirra. Sem kunnugt er samþykktu íbúar beggja sveitarfélaganna sameiningartillöguna. Kæra Pétur snýst um lögmæti og framkvæmd kosninganna og jafnframt óskar hann úrskurðar ráðuneytisins á meintum drætti og aðgengi hans að gögnum…Lesa meira








