Fréttir
Atkvæði í kosningunum voru talin í Hjálmakletti að kvöldi síðasta kjördags 20. september. Hér opnar Sveinbjörn Eyjólfsson formaður kjörstjórnar einn kjörkassann og þeir Ólafur Pálsson og Óli Rúnar Ástþórsson fylgjast með. Ljósm. mm

Stjórnsýslukæra lögð fram vegna sameiningarkosninga

Pétur Davíðsson hreppsnefndarmaður í Skorradalshreppi sendi Innviðaráðuneytinu 27. september stjórnsýslukæru vegna kosninga þeirra er fóru fram í Borgarbyggð og Skorradalshreppi í september um sameiningu þeirra. Sem kunnugt er samþykktu íbúar beggja sveitarfélaganna sameiningartillöguna.