Fréttir
Þau Anna Dóra og Jón Bjarni á Bergi hafa náð frábærum árangri í hrossarækt.

Berg og Skipaskagi meðal búa sem tilnefnd eru sem ræktunarbú ársins

Fagráð í hrossarækt hefur valið tólf hrossaræktarbú og tilnefnt til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands fyrir ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 56 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2025 sem haldin verður í reiðhöll Spretts 8. nóvember en um kvöldið verður ræktunarbú ársins verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna. Meðal ræktunarbúa eru tvö á Vesturlandi, þ.e. Berg í Grundarfirði og Skipaskagi í Hvalfjarðarsveit.