Fréttir

Selfoss hafði betur gegn Snæfelli

Önnur umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi þegar liðsmenn Snæfells héldu í Vallaskóla á Selfossi og mættu þar heimamönnum. Segja má að leikurinn hafi verið í járnum allan tímann. Heimamenn unnu þrjá fyrstu leikhlutana og gestirnar þann síðasta en þegar upp var staðið varð sigurinn heimamanna sem skoruðu 101 stig gegn 93 stigum Snæfellinga.