Íþróttir
Svipmynd úr leiknum í gær. Ljósm. Jónas H Ottósson.

Skagamenn áttu góðan leik í venjulegum leiktíma en súrt tap var niðurstaðan

Njarðvík hafði betur gegn nýliðum ÍA í Bónus deild karla í körfunni í framlengdum leik sem spilaður var við Vesturgötuna í gærkvöldi. Fullt var á pöllunum og fengu áhorfendur sannkallaða stigaveislu í ljósi þess að leikurinn endaði 130-119.