Fréttir

true

Kynningarfundur í Hvalfjarðarsveit um fyrirhugaða Galtarhöfn

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur boðað til kynningarfundar um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu sem felur meðal annars í sér uppbyggingu stórskipahafnar í landi jarðarinnar Galtarlækjar sunnan við Grundartanga. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns samþykkti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar nýlega að kynna tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi jarðarinnnar Galtarlækjar. Breytingin felur í sér að athafnasvæði sem þegar…Lesa meira

true

Rokkveisla í Grundarfirði næsta laugardag

Það á eftir að hrikta í stoðum Samkomuhúss Grundarfjarðar næsta laugardag þegar hljómsveitirnar Bergmenn, Patronian og Duft stíga á stokk. Duft er nýðþung harðkjarna- og öfgarokksveit sem stofnuð var árið 2022 og hefur verið á miklu flugi síðan þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2024. „Frumraunin Altar of Instant Gratification er full af hálsbrjótandi…Lesa meira

true

Fornfrægir Njarðvíkingar í heimsókn á Vesturgötunni

Þriðja umferð Bónusdeildar karla í körfuknattleik fer fram í kvöld. Lið Njarðvíkur kemur á Skipaskaga og mætir nýliðum ÍA í íþróttahúsinu á Vesturgötunni og hefst leikurinn kl. 19:15. Lið Njarðvíkur er í sögulegu ljósi einn af risunum í körfuknattleik þótt uppskera síðustu ára hafi ekki verið í takti við þá glæsilegu sögu. Hlutskipti liðanna tveggja…Lesa meira

true

Fyrsti kálfurinn af kyngreindu sæði borinn á Hvanneyri

Í gærkvöldi bar kýrin Birna 2309 sínum öðrum kálfi í Hvanneyrarbúinu. Ekki er það í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að kálfurinn sem hún bar er sá fyrsti sem kemur í heiminn á Íslandi eftir sæðingu með kyngreindu sæði. Nautkálfurinn er blendingur af Angus kyni og fékk nafnið Björn. Fæðing kálfsins markar tímamót…Lesa meira

true

Lokað fyrir umferð á hringveginum ofan við hesthúsahverfið í Borgarnesi

Í dag og fram til klukkan 18 í kvöld er þjóðvegur 1 lokaður fyrir allri umferð ofan við hesthúsahverfið í Borgarnesi. Umferð um þjóðveg 1 er því beint um Borgarfjarðarbraut, frá afleggjara á Seleyri og komið inn á hann aftur við Baulu í Stafholtstungum. „Til frekari útskýringar er á meðfylgjandi mynd sýndur kaflinn sem verður…Lesa meira

true

World Class opnað í næstu viku á Akranesi

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í eldra íþróttahúsinu við Jaðarsbakka á Akranesi. Þar er World Class að innrétta glæsilega líkamsræktarstöð en fyrirtækið tók sem kunnugt er húsið á leigu fyrr í sumar. Það eru starfsmenn Trésmiðju Akraness ásamt fjölda annarra iðnaðarmanna sem þar hafa staðið í ströngu að undanförnu. Að sögn Sigurjóns Bergsteinssonar…Lesa meira

true

Sögð hafa ákveðið sex ára að verða prestur

Þrátt fyrir ungan aldur er Hilda María Sigurðardóttir enginn nýgræðingur í kirkjulegu starfi. Nýverið var hún ráðin sóknarprestur í Stykkishólmi og tekur til starfa fyrir næstu jól. Hún er fædd og uppalin á Ísafirði. „Þrátt fyrir að ég sé ekki af kirkjurækinni fjölskyldu fór ég mjög ung að sækja kirkjuskólann í Ísafjarðarkirkju og fann mig…Lesa meira

true

Styrkja smæstu íþróttahéröðin sérstaklega

Mörg smærri íþróttahéruð landsins glíma við alvarlega fjárhagslega stöðu. Þetta var til umræðu á landsþyngi UMFÍ sem nýverið fór fram í Stykkishólmi. Samþykkti UMFÍ að greiða 60 milljónir króna til íþróttahéraðanna sem verst standa næstu tvö árin. Á þinginu var samþykkt tímabundin fjárhagsaðstoð úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ annars vegar og hins vegar með því…Lesa meira

true

Hringvegurinn norðan Borgarness lokaður í dag

Vegna malbikunarframkvæmda verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður í dag, fimmtudaginn 16. október frá klukkan 08:00 til 18:00. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut (50-01) sunnan við Borgarfjarðarbrú og Borgarfjarðarbraut (50-05) gatnamót við Baulu. Sjá nánar meðfylgjandi kort. Verktaki í framkvæmdinni er Malbikunarstöðin Höfði.Lesa meira

true

Frábær félagsskapur til að styrkja tengslanetið

Rætt við Valdísi Ósk Margrétardóttur formann FKA á Vesturlandi Félag kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi (FKA) er vettvangur fyrir konur í landshlutanum, er sjálfstæð deild frá FKA á landsvísu. Starfsemi FKA Vesturlands hófst árið 2018 og var stofnfundur haldinn í Stykkishólmi. Aðalfundur FKA var haldinn á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi í ágúst síðastliðnum. Þar var…Lesa meira