Fréttir
Í þessum sal verður innan nokkurra daga fullkomin líkamsræktarstöð. Ljósm. hj

World Class opnað í næstu viku á Akranesi

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í eldra íþróttahúsinu við Jaðarsbakka á Akranesi. Þar er World Class að innrétta glæsilega líkamsræktarstöð en fyrirtækið tók sem kunnugt er húsið á leigu fyrr í sumar. Það eru starfsmenn Trésmiðju Akraness ásamt fjölda annarra iðnaðarmanna sem þar hafa staðið í ströngu að undanförnu. Að sögn Sigurjóns Bergsteinssonar hjá Trésmiðju Akraness hafa framkvæmdir gengið vel.