
Séra Hilda Jana Sigurðardóttir yngsti prestur landsins og verðandi sóknarprestur í Stykkishólmi
Sögð hafa ákveðið sex ára að verða prestur
Þrátt fyrir ungan aldur er Hilda María Sigurðardóttir enginn nýgræðingur í kirkjulegu starfi. Nýverið var hún ráðin sóknarprestur í Stykkishólmi og tekur til starfa fyrir næstu jól. Hún er fædd og uppalin á Ísafirði. „Þrátt fyrir að ég sé ekki af kirkjurækinni fjölskyldu fór ég mjög ung að sækja kirkjuskólann í Ísafjarðarkirkju og fann mig vel í því öfluga og gefandi starfi sem þar er unnið,“ segir Hilda María í samtali við Skessuhorn. Eins og áður sagði er hún alin upp á Ísafirði og lauk námi frá Grunnskólanum á Ísafirði og síðar stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði.