
Styrkja smæstu íþróttahéröðin sérstaklega
Mörg smærri íþróttahéruð landsins glíma við alvarlega fjárhagslega stöðu. Þetta var til umræðu á landsþyngi UMFÍ sem nýverið fór fram í Stykkishólmi. Samþykkti UMFÍ að greiða 60 milljónir króna til íþróttahéraðanna sem verst standa næstu tvö árin. Á þinginu var samþykkt tímabundin fjárhagsaðstoð úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ annars vegar og hins vegar með því að ganga á eigið fé UMFÍ. Aðgerðin er talin nauðsynleg til þess að dempa höggið sem félögin urðu fyrir vegna breytinga á útgreiðslu lottófjár sem samþykktar voru fyrir tveimur árum. Þá kom fram hjá formanni UMFÍ að mikilvægt sé að ríki og sveitarfélög styðji enn betur við íþróttastarf í landinu því farið er að ganga á grunnstoðir hreyfingarinnar.