
Horft yfir væntanlegt athafnasvæði í Galtarlæk. Ljósm. mm
Kynningarfundur í Hvalfjarðarsveit um fyrirhugaða Galtarhöfn
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur boðað til kynningarfundar um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu sem felur meðal annars í sér uppbyggingu stórskipahafnar í landi jarðarinnar Galtarlækjar sunnan við Grundartanga.