Fréttir

true

Landsæfing björgunarsveita verður á laugardaginn á Borgarfjarðarsvæðinu

Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir landsæfingu björgunarsveita næstkomandi laugardag. Áætlað er að æfingin standi frá klukkan 07 til 18. Hún mun fara fram í Hvalfjarðarsveit, á Akranesi og í uppsveitum Borgarfjarðar. Að stærstum hluta verður þó æfingin inn Hvalfjarðarströndina; inn við Vatnaskóg, Glym og mögulega upp við Akrafjall. „Þátttakendur verða af öllu landinu, áætlað að um…Lesa meira

true

Fá óhöpp í vikunni

Fá umferðaróhöpp urðu í vikunni sem leið á Vesturlandi. Bifreið hafnaði ofan í skurði á Akrafjallsvegi. Fram kom hjá ökumanni að hann hafi sofnað við aksturinn með þessum afleiðingum en var ómeiddur. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni. Þriggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum, án slysa á fólki. Loks var minniháttar árekstur í Borgarnesi, án slysa…Lesa meira

true

Komið saman í Akraneskirkju í kvöld á alþjóðlegum degi barnsmissis

Minningarathöfn verður í Akraneskirkju í kvöld klukkan 20. Þar verður minnst barna sem létust í móðurkviði, í eða eftir fæðingu. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur, Heiðar Eyjólfsson leikur á gítar og séra Þóra Björg Sigurðardóttir leiðir stundina. Að athöfn lokinni verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði. Allir eru velkomnir.Lesa meira

true

Mestum afla landað í Rifi

Rifshöfn var sú höfn á Vesturlandi þar sem mestum sjávarafla var landað í september. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Alls var landað í Rifi tæpum 1.347 tonnum af sjávarfangi. Í Grundartangahöfn var landað tæpum 1.196 tonnum, í Ólafsvíkurhöfn var landað rúmum 383 tonnum, í höfninni á Arnarstapa var landað rúmum 272 tonnum og…Lesa meira

true

Eldri borgarar kenni innflytjendum íslensku gegn skattaafslætti

Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Er þar lagt til að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra, í samvinnu við mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, að útfæra fjárhagslega hvata á borð við skattfrelsi eða aðrar ívilnanir…Lesa meira

true

Stigabíllinn mátaður við nýjasta háhýsið

Í morgun mættu forsvarsmenn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar; þeir Jens Heiðar Ragnarsson og Sigurður Þór Elísson, á stigabíl slökkviliðsins að Garðabraut 1. Umferð um götuna var stöðvuð á meðan. Að sögn Jens Heiðars voru þeir að kanna aðgengi fyrir stigabílinn að húsinu. Það er meðal annars gert áður en lokahönnun á lóð við húsið verður…Lesa meira

true

Bæjarstjórn Akraness biðlar til Hvalfjarðarsveitar

Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að óska eftir því við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ráðist verði í könnun á kostum og göllum sameiningar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Í bréfi, sem allir bæjarfulltrúar á Akranesi rita undir, segir að það sé samdóma álit bæjarfulltrúanna að á næstu árum muni; „okkur sem byggjum svæðið norðan…Lesa meira

true

Séra María næsti prófastur Vesturlandsprófastsdæmis

Biskup Íslands auglýsti nýverið eftir presti á Vesturlandi til að taka að sér embætti prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi. Eins og kunnugt er lætur sér Gunnar Eiríkur Hauksson sóknarprestur í Stykkishólmi af störfum í haust, en hann hefur jafnframt gegnt embætti prófasts síðustu þrjú árin eftir að séra Þorbjörn Hlynur Árnason lét af störfum. Heimir Hannesson samskiptastjóri…Lesa meira

true

Þriðja og síðasta Starfamessan var í Borgarnesi – myndasyrpa

Þriðja og síðasta Starfamessa haustsins á Vesturlandi fór fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í gærmorgun. Áður höfðu sambærilegir viðburðir verið haldnir í FSN í Grundarfirði og FVA á Akranesi. Fyrirtæki tóku virkan þátt í öllum þessum viðburðum. Í Borgarnesi kynntu ríflega 40 fyrirtæki og stofnanir starfsemi sína fyrir nemendum tveggja elstu bekkja grunnskólanna í…Lesa meira

true

Securitas hverfur frá Akranesi

Öryggisfyrirtækið Securitas hefur sagt upp samningi sínum við Akraneskaupstað um farandgæslu við stofnanir og fasteignir kaupstaðarins. Samkvæmt uppsagnarákvæðum samningsins lýkur þjónustu Securitas í árslok. Frá og með þeim tíma mun fyrirtækið hætta með starfsstöð og viðveru á Akranesi og þar af leiðandi ekki sinna útkallsþjónustu. Í uppsagnarbréfi fyrirtækisins til kaupstaðarins segir að ástæða brotthvarfs fyrirtækisins…Lesa meira