
Eldri borgarar kenni innflytjendum íslensku gegn skattaafslætti
Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Er þar lagt til að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra, í samvinnu við mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, að útfæra fjárhagslega hvata á borð við skattfrelsi eða aðrar ívilnanir til að gera eldri borgurum kleift að veita innflytjendum íslenskukennslu og taka þátt í samtalsverkefnum til að efla íslenskukunnáttu þeirra.