Fréttir
Horft yfir hátíðarsalinn í Hjálmakletti. Ljósm. mm

Þriðja og síðasta Starfamessan var í Borgarnesi – myndasyrpa

Þriðja og síðasta Starfamessa haustsins á Vesturlandi fór fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í gærmorgun. Áður höfðu sambærilegir viðburðir verið haldnir í FSN í Grundarfirði og FVA á Akranesi. Fyrirtæki tóku virkan þátt í öllum þessum viðburðum. Í Borgarnesi kynntu ríflega 40 fyrirtæki og stofnanir starfsemi sína fyrir nemendum tveggja elstu bekkja grunnskólanna í héraðinu. Um hádegið var síðan almenningi boðið að líta við.