
Gæslumaður. Ljósm. Securitas
Securitas hverfur frá Akranesi
Öryggisfyrirtækið Securitas hefur sagt upp samningi sínum við Akraneskaupstað um farandgæslu við stofnanir og fasteignir kaupstaðarins. Samkvæmt uppsagnarákvæðum samningsins lýkur þjónustu Securitas í árslok. Frá og með þeim tíma mun fyrirtækið hætta með starfsstöð og viðveru á Akranesi og þar af leiðandi ekki sinna útkallsþjónustu.