
Komið saman í Akraneskirkju í kvöld á alþjóðlegum degi barnsmissis
Minningarathöfn verður í Akraneskirkju í kvöld klukkan 20. Þar verður minnst barna sem létust í móðurkviði, í eða eftir fæðingu. Ásta Marý Stefánsdóttir syngur, Heiðar Eyjólfsson leikur á gítar og séra Þóra Björg Sigurðardóttir leiðir stundina.
Að athöfn lokinni verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði. Allir eru velkomnir.