
Kálfurinn Björn og móðir hans Birna. Ljósm: Hvanneyrarbúið
Fyrsti kálfurinn af kyngreindu sæði borinn á Hvanneyri
Í gærkvöldi bar kýrin Birna 2309 sínum öðrum kálfi í Hvanneyrarbúinu. Ekki er það í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að kálfurinn sem hún bar er sá fyrsti sem kemur í heiminn á Íslandi eftir sæðingu með kyngreindu sæði. Nautkálfurinn er blendingur af Angus kyni og fékk nafnið Björn.