Fréttir
Ráðhús Borgarbyggðar. Ljósm. gj

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti áður felldan verksamning

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að ganga til samninga við Arnar rafvirkja ehf. og Sigur-garða ehf. um að skipta með sér verkþáttum í lýsingu upp samhliða veginum í fólkvanginn Einkunnir. Samtals er samningurinn að fjárhæð tæpar 53 milljónir króna og er verkið á fjárhagsáætlun ársins 2025.