Fréttir
Kafari kemur á mánudaginn frá því að kanna undirdjúpin í Fagradalsá á Skógarströnd. Ljósm. Steingrímur

Norskir kafarar skoða ár í Dölum

Tvö gengi af köfurum frá Noregi eru mætt til landsins til að skoða aðstæður í laxveiðiánum. Hafa þeir síðustu daga þrætt ár á Skógarströnd og Fellsströnd í Dölum til að kanna hvort þar sé eldislaxa að finna. „Það fannst ekki neitt í Fagradalsá,“ sagði tíðindamaður Skessuhorns á staðnum. Í gær stóð svo til að skoða stöðuna í Hvolsá og Staðarhólsá.