Fréttir
Guðrún Sigurðardóttir frá Múlastöðum veiddi oft í ánni. Hér er hún að landa laxi ofan við brú síðsumar 2013. Ljósm. úr safni/bgd

Flókadalsá leigð til Stara ehf.

Um síðustu helgi var undirritaður leigusamningur milli Veiðifélags Flókadalsár og Stara ehf. þar sem Starir taka Flókadalsá á leigu til næstu tíu ára. Er þetta í fyrsta sinn sem áin er leigð út því frá upphafi hafa landeigendur sjálfir séð um sölu veiðileyfa í ánni.