Fréttir

true

Rannsaka tildrög eldsvoða

Í kjölfar eldsvoða í gömlu húsi við Akurgerði 13 á Akranesi sunnudaginn 10. ágúst síðastliðinn var einn maður handtekinn grunaður um að hafa kveikt í húsinu. Þegar slökkvilið mætti á staðinn logaði eldur á tveimur efri hæðum hússins, en það var þá mannlaust. Að sögn lögreglu hefur manninum nú verið sleppt. „Við erum að bíða…Lesa meira

true

Umhverfisviðurkenningar Hvalfjarðarsveitar 2025

Á Hvalfjarðardögum um liðna helgi veitti sveitarfélagið viðurkenningar fyrir snyrtilegt bændabýli og lóð. Umhverfisviðurkenning Hvalfjarðarsveitar var endurvakin að þessu sinni eftir nokkurra ára hlé en hún er hvatning til íbúa að hugsa vel um nærumhverfi sitt og veita þeim viðurkenningu sem skara framúr í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna eða býlis. Viðurkenningu í ár fyrir…Lesa meira

true

Sigur og tap hjá Vesturlandsliðunum í annarri deildinni

Leikmenn Kára létu mótlætið ekki buga sig þegar þeir fengu lið KFG í heimsókn í Akraneshöllina í 18. umferð annarrar deildar karla í gær. Kári lét þau boð út ganga fyrir leikinn að allur ágóði af miðasölu skyldu renna til stuðnings Rakelar Irmu Aðalsteinsdóttur, ungrar Skagakonu sem glímir við krabbamein. Lið KFG hóf leikinn af…Lesa meira

true

Enn eitt tapið hjá ÍA

Lið ÍA fékk í gær Víkinga í Reykjavík í heimsókn á Elkem-völlinn í 19. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Tveir leikmenn úr hópi ÍA voru í leikbanni; þeir Viktor Jónsson og Jón Gísli Eyland Gíslaon og sömu sögu var að segja af Dean Martin aðstoðarþjálfara. Það var ekki margt stórra tíðinda í markalausum fyrri…Lesa meira

true

Laga í dag hvinrendur norðan Hvalfjarðarganga

Í dag, mánudaginn 18. ágúst kl. 9-12, eru fræstar hvinrendur norðan Hvalfjarðarganga á vegarkafla sem var malbikaður fyrr í sumar. Framkvæmdasvæðið er stutt og verður umferð stýrt framhjá. Búast má við lítils háttar umferðartöfum við framkvæmdasvæðið, að sögn verktakanna sem eru frá Colas Ísland. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna…Lesa meira

true

Gefur út bók um baráttu sína vegna veikra hrossa

Bókin „Barist fyrir veik hross – frásögn úr grasrótinni,“ er nýkomin út og til sölu í verslunum. Höfundur hennar er Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit, bæ við einn fegursta stað við mynni Hvalfjarðar, skammt austan við þar sem umferðin beygir til austurs eftir að ekið er í norður frá Hvalfjarðargöngum. Í kynningu…Lesa meira

true

Heilbrigðisráðherra kynnti sér starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Í vikunni sem leið heimsótti Alma D. Möller heilbrigðisráðherra nokkrar af starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE), ræddi við starfsfólk og stjórnendur og kynnti sér starfsemina. Starfssvæði HVE er víðfeðmt, starfsstöðvar alls átta og íbúar á þjónustusvæðinu um 20 þúsund. Að auki rekur HVE hjúkrunarheimilin Systraskjól í Stykkishólmi og Silfurtún í Búðardal. Með ráðherra í för voru…Lesa meira

true

Skógræktarfólk stefnir á aðalfund í Borgarfirði

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í félagsheimilinu Þinghamri í Borgarfirði undir lok mánaðar, dagana 29. til 31. ágúst. Fundurinn verður í boði Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa má nefna ávörp gesta og þá mun Halla Tómasdóttir forseti Íslands heiðra samkomuna, flytja ávarp og planta trjám í Toyota skóginum á Varmalandi, á svæði sem nefnt hefur…Lesa meira

true

Berjatíminn er núna

Eftir fremur milt sumar á landinu öllu er berjaspretta víða góð. Þó er alls ekki hægt að ganga að því vísu að ber sé að finna á öllum þekktum stöðum. Þar getur svo margt spilað inn í. Til dæmis skiptir það miklu máli fyrir vöxt aðalbláberja að lyngið hafi legið undir snjó veturinn áður, gjarnan…Lesa meira

true

Skagamenn taka á móti Víkingum í kvöld

Í kvöld klukkan 18 tekur meistaraflokkur karla hjá ÍA á móti Víkingum í leik í Bestu deildinni. „Strákarnir eru í þröngri stöðu í deildinni en við Skagamenn höfum oft sýnt hvað við getum gert þegar samfélagið stendur saman. Gerum okkur gulan og glaðan dag, tökum kvöldmatinn á vellinum og styðjum strákana til sigurs. Áfram ÍA…Lesa meira