Fréttir

Gefur út bók um baráttu sína vegna veikra hrossa

Bókin „Barist fyrir veik hross – frásögn úr grasrótinni,“ er nýkomin út og til sölu í verslunum. Höfundur hennar er Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit, bæ við einn fegursta stað við mynni Hvalfjarðar, skammt austan við þar sem umferðin beygir til austurs eftir að ekið er í norður frá Hvalfjarðargöngum. Í kynningu um bókina segir að hún fjalli um áður óþekkt veikindi hrossa á bænum Kúludalsá við Hvalfjörð og nær tveggja áratuga baráttu höfundar við að ná eyrum þeirra sem hefðu átt að aðhafast. Jafnframt segir frá leit höfundar að hjálp fyrir hrossin og skýringum fyrir veikindum þeirra. „Í ljós kom að skömmu áður en veikindin brustu á varð mengunarslys hjá álveri Norðuráls á Grundartanga, slys sem íbúum var ekki sagt frá. Bókina kalla ég því „krimma“,“ skrifar Ragnheiður.

Gefur út bók um baráttu sína vegna veikra hrossa - Skessuhorn