
Þinghaldið fer fram í Þinghamri á Varmalandi.
Skógræktarfólk stefnir á aðalfund í Borgarfirði
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í félagsheimilinu Þinghamri í Borgarfirði undir lok mánaðar, dagana 29. til 31. ágúst. Fundurinn verður í boði Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa má nefna ávörp gesta og þá mun Halla Tómasdóttir forseti Íslands heiðra samkomuna, flytja ávarp og planta trjám í Toyota skóginum á Varmalandi, á svæði sem nefnt hefur verið Bonn-reiturinn.