Fréttir
Aðalbláber. Blaðamaður notar erfðagrip, áratuga gamla tínu, við uppskerustörfin. Slíkt þykir ýmsum alveg fráleitt, það fari illa með berin. Afköstin eru engu að síður meiri en ef tínt er með höndum. Ljósm. mm

Berjatíminn er núna

Eftir fremur milt sumar á landinu öllu er berjaspretta víða góð. Þó er alls ekki hægt að ganga að því vísu að ber sé að finna á öllum þekktum stöðum. Þar getur svo margt spilað inn í. Til dæmis skiptir það miklu máli fyrir vöxt aðalbláberja að lyngið hafi legið undir snjó veturinn áður, gjarnan í brattlendi og lautum. Þá er þekkt að hvassviðri að vori eða snemmsumars getur feykt blómunum af lynginu, sætukoppunum, sem þá ná ekki að mynda ber. Norðan hvassviðri í byrjun júnímánaðar í sumar liggur undir grun um að hafa haft áhrif í okkar landshluta.

Berjatíminn er núna - Skessuhorn