Fréttir
Gestirnir staddir í Grundarfirði. Ljósmyndir: Stjórnarráðið

Heilbrigðisráðherra kynnti sér starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Í vikunni sem leið heimsótti Alma D. Möller heilbrigðisráðherra nokkrar af starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE), ræddi við starfsfólk og stjórnendur og kynnti sér starfsemina. Starfssvæði HVE er víðfeðmt, starfsstöðvar alls átta og íbúar á þjónustusvæðinu um 20 þúsund. Að auki rekur HVE hjúkrunarheimilin Systraskjól í Stykkishólmi og Silfurtún í Búðardal. Með ráðherra í för voru Arna Lára Jónsdóttir alþingismaður, Jón Magnús Kristjánsson aðstoðarmaður ráðherra, auk sérfræðinga úr ráðuneytinu á sviði öldrunarmála og húsnæðisframkvæmda.Heimsóknin hófst með fundi í höfuðstöðvum HVE á Akranesi þar sem ráðherra og fylgdarlið áttu fund með Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur forstjóra, Sigurði E. Sigurðarsyni framkvæmdastjóra lækninga, Huldu Gestsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar og Vilborgu Lárusdóttur mannauðsstjóra.

Heilbrigðisráðherra kynnti sér starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands - Skessuhorn