
Svipmynd úr leiknum. Ljósmyndir: gbh
Enn eitt tapið hjá ÍA
Lið ÍA fékk í gær Víkinga í Reykjavík í heimsókn á Elkem-völlinn í 19. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Tveir leikmenn úr hópi ÍA voru í leikbanni; þeir Viktor Jónsson og Jón Gísli Eyland Gíslaon og sömu sögu var að segja af Dean Martin aðstoðarþjálfara.