Fréttir
Af vettvangi brunans 10. ágúst sl. Ljósm. Skessuhorn/mm

Rannsaka tildrög eldsvoða

Í kjölfar eldsvoða í gömlu húsi við Akurgerði 13 á Akranesi sunnudaginn 10. ágúst síðastliðinn var einn maður handtekinn grunaður um að hafa kveikt í húsinu. Þegar slökkvilið mætti á staðinn logaði eldur á tveimur efri hæðum hússins, en það var þá mannlaust. Að sögn lögreglu hefur manninum nú verið sleppt. „Við erum að bíða eftir niðurstöðum úr sýnum og öðrum rannsóknum á vettvangi brunans. Málið er því enn í rannsókn en við teljum það upplýst,“ sagði Jónas H Ottósson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Skessuhorn. Jónas segir að enginn annar sé grunaður um aðild að málinu.

Rannsaka tildrög eldsvoða - Skessuhorn