Fréttir

true

Skjálftar norðan Langjökuls

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 stig mældist á Djöflasandi, norðan Langjökuls, um klukkan 8:30 í morgun. Sjö aðrir smærri skjálftar hafa auk þess mælst á svæðinu frá því í gær. Skjálftinn í morgun mun vera stærsti skjálfti á þessu svæði í 18 ár. Upptök hans eru 7,5 kílómetrum norðvestur af Hveradölum, eins og sjá má á…Lesa meira

true

Hvalfjarðardagar standa nú sem hæst

Bæjar- og héraðshátíð Hvalfjarðardagar stendur nú sem hæst, hófst á fimmtudaginn með litahlaupi ungmennafélagsins en lýkur á morgun sunnudag með gusutíma á Hlöðum. Í gær var boðið upp á kjötsúpu á Vinavelli í Melahverfinu og brekkusöng í kjölfarið sem Hjörvar Gunnarsson stýrði. Dagskrárliðir teygja sig um alla sveit. Í dag hófst dagskráin með skemmtiskokki, markaður…Lesa meira

true

Bálhvasst á Holtavörðuheiði og ferðavagnar eyðilögðust

Frá því í gær hefur gul viðvörun verið í gildi fyrir norðvesturhluta landsins vegna vestan hvassviðris. Fyrir Breiðafjarðarsvæðið gildir viðvörun til klukkan 9 í fyrramálið, sunnudag. Þar verður suðvestan 8-13 m/s, með 13-18 m/s í vindstrengjum á Snæfellsnesi og vindhviður að 30 m/s. Við slíkar aðstæður er varasamt að vera á ferð á ökutækjum sem…Lesa meira

true

Húsráðendur náðu sjálfir að slökkva

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var laust fyrir klukkan tíu í morgun kallað út að tveggja íbúða húsi við Suðurgötu 99 á Akranesi. Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar slökkviliðsstjóra náðu húsráðendur sjálfir, fyrir komu slökkviliðs, að kæfa staðbundinn eld í íbúð á efri hæð. Engan sakaði. Slökkvilið aðstoðar við reykræstingu hússins.Lesa meira

true

Vonbrigði með úthlutun úr styrkvegasjóði

Borgarbyggð fékk einungis úthlutað 3,5 milljónum króna úr sérstökum sjóði Vegagerðarinnar sem ætlað er að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum. Undir þennan flokk samgönguleiða falla meðal annars vegir yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir, vegir að bryggjum, að skíðasvæðum, skipbrotsmannaskýlum, fjallskilaréttum, leitarmannaskálum, fjallaskálum, ferðamannastöðum og vegir að…Lesa meira

true

Almannavarnarnefnd boðar íbúafund vegna skjálftavirkni

Almannavarnarnefnd Vesturlands hefur boðað til opins íbúafundar vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Tilgangur fundarsins er að upplýsa íbúa um stöðu mála vegna yfirvofandi jarðskjálftavirkni. Sem kunnugt er ræða jarðvísindamenn nú hvernig túlka skal þá virkni og hvort virkninni fylgi eldgos á næstu árum og þá hvenær búast megi við því. Fyrirlesarar á fundinum verða…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit rannsakar stöðu efnisnáma í sveitarfélaginu

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samið við Verkís verkfræðistofu um að gera yfirborðsmælingu með dróna svo áætla megi það magn sem búið er að taka og eftir á að taka úr efnisnámum í sveitarfélaginu.  Niðurstöðu er að vænta á næstu vikum. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns í sumar hafnaði sveitarfélagið að vinna að breytingum á…Lesa meira

true

Ríkisstjórnin og sveitarstjórnarfólk fundaði í Stykkishólmi

Í gær og í dag hélt ríkissjórn Íslands fundi í Stykkishólmi. Hefð er fyrir því að ríkisstjórnir haldi einn fund að sumri utan höfuðborgarsvæðisins. Í gærmorgun sat stjórnin fund í Vatnasafninu með fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi. Þar kynntu sveitarfélögin helstu baráttumál sín og skiptust á skoðunum við ríkisstjórnina. Þá nýtti sveitarstjórnarfólk ferðina og átti fund…Lesa meira

true

Gat á sjókví í Dýrafirði hefur hugsanlega verið lengi

Gat fannst á sjókví nr. 1 á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var u.þ.b. 20×40 cm að stærð. Í tilkynningu frá Matvælastofnun í gær segir að vísbendingar séu um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. Þess má…Lesa meira

true

Matsáætlun um skógrækt á Varmalæk

Á vef Skipulagsstofnunar hefur undanfarnar vikur legið frammi matsáætlun sem Efla vann vegna fyrirætlunar Heartwood Afforested Land ehf. um skógrækt í landi Varmalækjar í Bæjarsveit. Fyrirtækið keypti nýverið jörðina. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í dag. Almenningur getur lagt fram athugasemdir við matsáætlun og á sama tíma leitar Skipulagsstofnun umsagna lögboðinna umsagnaraðila.…Lesa meira