
Hólabrú við sunnanvert Akrafjall er stærsta efnisnáman í sveitarfélaginu. Hér er horft til norðurs yfir efnistöku- og vinnslusvæðið. Texti: hj / Ljósm. mm
Hvalfjarðarsveit rannsakar stöðu efnisnáma í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samið við Verkís verkfræðistofu um að gera yfirborðsmælingu með dróna svo áætla megi það magn sem búið er að taka og eftir á að taka úr efnisnámum í sveitarfélaginu. Niðurstöðu er að vænta á næstu vikum.