
Við Vatnasafnið síðdegis í gær. Ljósm. Skessuhorn/sá
Ríkisstjórnin og sveitarstjórnarfólk fundaði í Stykkishólmi
Í gær og í dag hélt ríkissjórn Íslands fundi í Stykkishólmi. Hefð er fyrir því að ríkisstjórnir haldi einn fund að sumri utan höfuðborgarsvæðisins. Í gærmorgun sat stjórnin fund í Vatnasafninu með fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi. Þar kynntu sveitarfélögin helstu baráttumál sín og skiptust á skoðunum við ríkisstjórnina. Þá nýtti sveitarstjórnarfólk ferðina og átti fund sín á milli að auki. Ríkisstjórnin hélt síðan móttöku fyrir sveitarstjórnarfólk, starfsfólk Stykkishólmsbæjar og fulltrúa atvinnulífsins á Vatnasafninu síðdegis í gær. Hefðbundinn ríkisstjórnarfundur var síðan haldinn í morgun.