Fréttir

true

Átak til að laða heilbrigðisstarfsólk að Vesturlandi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) skrifuðu í gær undir samning sem hefur það megin markmið að auka mannauð í landshlutanum og gera starfsstöðvar HVE og búsetu á Vesturlandi að eftirsóknarverðari valkosti fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Viðstödd undirrituna var Alma Möller heilbrigðisráðherra. Fram kemur í samningnum að lykilatriði í byggðastefnu stjórnvalda á Íslandi er…Lesa meira

true

Heimaleikur Kára til styrktar Rakelar Irmu

Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi hefur ákveðið að næsti heimaleikur liðsins í annarri deildinni í knattspyrnu gegn KFG verði til styrktar Rakelar Irmu Aðalsteinsdóttur. Hún útskrifaðist í vor úr grunnskóla á Akranesi en greindist í sumar með krabbamein og er nú í meðferð við sjúkdómnum erlendis. Einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt beint með því að fara…Lesa meira

true

Sauðfjárslátrun hafin í Borgarnesi

Sauðfjárslátrun hófst í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í morgun, talsvert fyrr en undanfarin ár, að sögn Eiríks Blöndals formanns stjórnar sláturhússins. Væntanlega er þetta fyrsta sauðfjárslátrun í landinu þetta haustið. Eiríkur segir að fyrirkomulag slátrunar í húsinu verði svipað og síðustu ár. „Bændur, sem að stórum hluta er fastur hópur viðskiptavina, leggja inn pantanir. Þessir…Lesa meira

true

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkir tilhögun sameiningarkosninga

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn tillögu sameiginlegrar kjörnefndar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um tilhögun íbúakosninga í sveitarfélaginu um fyrirhugaða sameiningu sveitarfélaganna. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í síðustu viku hefur byggðarráð Borgarbyggðar einnig samþykkt tillögur kjörnefndar. Kjörstaður í Skorradalshreppi verður því í Laugabúð og kosið verður fimm virka daga á kosningatímabilinu…Lesa meira

true

Rútu hlekktist á á brú

Um hádegisbilið í gær fór rúta út af sporinu við enda gömlu brúarinnar á Breiðinni í Snæfellsbæ. Festist hún þar og þurfti stórvirk vinnutæki til þess að ná henni af brúnni. Mun rútan hafa verið á leið að Svöðufossi þegar óhappið varð, en talsverður fjöldi farþega var um borð. Engan sakaði. Svanur Tómasson gröfustjóri sá…Lesa meira

true

Ný brú yfir Ferjukotssíki tekin í notkun

Allt frá því að bráðabirgðabrúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði eyðilagðis í vatnavöxtum í janúar hefur Vegagerðin unnið að gerð nýrrar brúar á þeirri mikilvægu samgöngutengingu sem Hvítárvallarvegur er fyrir íbúa svæðisins. Myndarlegir stálbitar bera brúnna uppi en þeir hvíla á tveimur staðsteyptum undirstöðum. Brúargólfið er þannig talsvert hærra en á fyrri brúm. Nú er smíði…Lesa meira

true

ÍA tapaði í Kórnum

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu mætti liði HK í gærkvöldi í Kórnum í Kópavogi. Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik. Emilía Lind Atladóttir skoraði fyrir HK á 55. mínútu og Loma McNeese bætti öðru marki HK við á 80. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og tap ÍA því sjöunda tap liðsins í deildinni…Lesa meira

true

Nýr hérðaðsdýralæknir Norðvestursvæðis

Brigitte Brugger hefur verið ráðin í starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis og hún hefur þegar tekið til starfa. Brigitte lauk dýralæknanámi frá Háskólanum í Zürich í Sviss árið 1999 og hefur síðan öðlast víðtæka reynslu á sviði dýralækninga. Síðast við störf sem sérgreinalæknir alifugla hjá Matvælastofnun en áður sem eftirlitsdýralæknir á Suðurlandi. Í því starfi sinnti hún…Lesa meira

true

Gríðarleg vinna lögð í hagsmunagæslu vegna EES-tolla

Kristún Frostadóttir forsætisráðherra segir að gríðarleg vinna hafi verið lögð í hagsmunagæslu fyrir hönd Íslands vegna fyrirætlana Evrópusambandsins um upptöku verndartolla á kísilmálm frá Íslandi og Noregi. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort sú vinna skili árangri. Hún segir ágreining um málið innan ESB. Ríkisstjórnin fundar í dag og á morgun í…Lesa meira

true

Nýtt slitlag lagt á flugvöllinn á Stóra-Kroppi

Í gær luku verktakar á vegum Isavia lagningu nýs slitlags á flugvöllinn á Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Nú er unnið að þjöppun slitlagsins og að því loknu verður flugvöllurinn opinn umferð. Flugvöllurinn á Stóra-Kroppi á sér langa sögu. Hann er um 700 metrar að lengd og hefur í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki þó mismikið hafi…Lesa meira