
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkir tilhögun sameiningarkosninga
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn tillögu sameiginlegrar kjörnefndar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um tilhögun íbúakosninga í sveitarfélaginu um fyrirhugaða sameiningu sveitarfélaganna. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í síðustu viku hefur byggðarráð Borgarbyggðar einnig samþykkt tillögur kjörnefndar.