
Nýja brúin, en myndin var tekin í kvöldhúminu í gær. Ljósm. mm
Ný brú yfir Ferjukotssíki tekin í notkun
Allt frá því að bráðabirgðabrúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði eyðilagðis í vatnavöxtum í janúar hefur Vegagerðin unnið að gerð nýrrar brúar á þeirri mikilvægu samgöngutengingu sem Hvítárvallarvegur er fyrir íbúa svæðisins. Myndarlegir stálbitar bera brúnna uppi en þeir hvíla á tveimur staðsteyptum undirstöðum. Brúargólfið er þannig talsvert hærra en á fyrri brúm. Nú er smíði brúarinnar lokið og var umferð hleypt á hana fyrir nokkrum dögum.