Fréttir

Heimaleikur Kára til styrktar Rakelar Irmu

Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi hefur ákveðið að næsti heimaleikur liðsins í annarri deildinni í knattspyrnu gegn KFG verði til styrktar Rakelar Irmu Aðalsteinsdóttur. Hún útskrifaðist í vor úr grunnskóla á Akranesi en greindist í sumar með krabbamein og er nú í meðferð við sjúkdómnum erlendis.

Einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt beint með því að fara inná leikjasíðu Kára og appinu Stubb og velja þar upphæð styrksins, eða haft samband við sveinbjorn@ia.is

Allur ágóði af miðasölu á leikinn við KFG rennur í söfnun fyrir Rakel og fjölskyldu hennar og einnig mun Styrktarsjóður Arnars Dórs Hlynssonar leggja söfnuninni lið að því er kemur fram í frétt frá liði Kára.

Leikur Kára og KFG fer fram í Akraneshöllinni á sunnudaginn og hefst hann kl. 14.

Heimaleikur Kára til styrktar Rakelar Irmu - Skessuhorn