Fréttir
Sláturhús Vesturlands í Brákarey. Ljósm. mm

Sauðfjárslátrun hafin í Borgarnesi

Sauðfjárslátrun hófst í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í morgun, talsvert fyrr en undanfarin ár, að sögn Eiríks Blöndals formanns stjórnar sláturhússins. Væntanlega er þetta fyrsta sauðfjárslátrun í landinu þetta haustið. Eiríkur segir að fyrirkomulag slátrunar í húsinu verði svipað og síðustu ár. „Bændur, sem að stórum hluta er fastur hópur viðskiptavina, leggja inn pantanir. Þessir bændur hafa þá sérstöðu að vera að sinna eigin markaðsstarfi fyrir afurðirnar. Í þessari fyrstu slátrun haustsins er til dæmis verið að slátra upp í kjötpantanir frá Bláa lóninu.“

Sauðfjárslátrun hafin í Borgarnesi - Skessuhorn