Fréttir

Nýr hérðaðsdýralæknir Norðvestursvæðis

Brigitte Brugger hefur verið ráðin í starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis og hún hefur þegar tekið til starfa. Brigitte lauk dýralæknanámi frá Háskólanum í Zürich í Sviss árið 1999 og hefur síðan öðlast víðtæka reynslu á sviði dýralækninga. Síðast við störf sem sérgreinalæknir alifugla hjá Matvælastofnun en áður sem eftirlitsdýralæknir á Suðurlandi. Í því starfi sinnti hún opinberu eftirliti bæði í sláturhúsum og í frumframleiðslu dýraafurða í fjósum og á naugripa-, svína- og kjúklingabúum.

Nýr hérðaðsdýralæknir Norðvestursvæðis - Skessuhorn