Fréttir
Varmalækur í Bæjarsveit. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

Matsáætlun um skógrækt á Varmalæk

Á vef Skipulagsstofnunar hefur undanfarnar vikur legið frammi matsáætlun sem Efla vann vegna fyrirætlunar Heartwood Afforested Land ehf. um skógrækt í landi Varmalækjar í Bæjarsveit. Fyrirtækið keypti nýverið jörðina. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í dag. Almenningur getur lagt fram athugasemdir við matsáætlun og á sama tíma leitar Skipulagsstofnun umsagna lögboðinna umsagnaraðila.

Matsáætlun um skógrækt á Varmalæk - Skessuhorn