Fréttir
Sjókvíaeldi var harðlega mótmælt á Austurvelli haustið 2023. Þá varð slysaslepping frá sama fyrirtæki og nú hefur verið upplýst að gat fannst á sjókví hjá. Ljósm. mm

Gat á sjókví í Dýrafirði hefur hugsanlega verið lengi

Gat fannst á sjókví nr. 1 á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var u.þ.b. 20x40 cm að stærð. Í tilkynningu frá Matvælastofnun í gær segir að vísbendingar séu um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. Þess má geta að þegar stóra slysasleppingin varð haustið 2023 var það einnig úr eldiskví í eigu Arctic Sea Farm. Þeir laxar dreifðust í laxveiðiár um allt norðvestanvert landið.

Gat á sjókví í Dýrafirði hefur hugsanlega verið lengi - Skessuhorn