Fréttir
Peningur verður m.a. lagður í viðgerð á Hítarvatnsvegi að Hítarvatni að austanverðu.

Vonbrigði með úthlutun úr styrkvegasjóði

Borgarbyggð fékk einungis úthlutað 3,5 milljónum króna úr sérstökum sjóði Vegagerðarinnar sem ætlað er að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum. Undir þennan flokk samgönguleiða falla meðal annars vegir yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir, vegir að bryggjum, að skíðasvæðum, skipbrotsmannaskýlum, fjallskilaréttum, leitarmannaskálum, fjallaskálum, ferðamannastöðum og vegir að flugvöllum og lendingarstöðum sem ekki eru áætlunarflugvellir, en taldir eru upp í samgönguáætlun. Úthlutað er til þessara verkefna einu sinni á ári.

Vonbrigði með úthlutun úr styrkvegasjóði - Skessuhorn