Fréttir

Skjálftar norðan Langjökuls

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 stig mældist á Djöflasandi, norðan Langjökuls, um klukkan 8:30 í morgun. Sjö aðrir smærri skjálftar hafa auk þess mælst á svæðinu frá því í gær. Skjálftinn í morgun mun vera stærsti skjálfti á þessu svæði í 18 ár. Upptök hans eru 7,5 kílómetrum norðvestur af Hveradölum, eins og sjá má á meðfylgjandi korti af vef Veðurstofunnar. Samkvæmt Veðurstofunni hefur eldstöðvakerfi Oddnýjarhnjúks-Langjökuls verið í meðallagi virkt til nútíma. Síðasta gos varð þar fyrir um 3.600 árum. Virknin er þó ekki óvenjuleg, að sögn náttúruvársérfræðingsins, sem fréttavefur Vísis ræddi við.

Skjálftar norðan Langjökuls - Skessuhorn