Fréttir

true

Vonbrigði með úthlutun úr styrkvegasjóði

Borgarbyggð fékk einungis úthlutað 3,5 milljónum króna úr sérstökum sjóði Vegagerðarinnar sem ætlað er að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum. Undir þennan flokk samgönguleiða falla meðal annars vegir yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóðvegir, vegir að bryggjum, að skíðasvæðum, skipbrotsmannaskýlum, fjallskilaréttum, leitarmannaskálum, fjallaskálum, ferðamannastöðum og vegir að…Lesa meira

true

Almannavarnarnefnd boðar íbúafund vegna skjálftavirkni

Almannavarnarnefnd Vesturlands hefur boðað til opins íbúafundar vegna skjálftavirkni við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu. Tilgangur fundarsins er að upplýsa íbúa um stöðu mála vegna yfirvofandi jarðskjálftavirkni. Sem kunnugt er ræða jarðvísindamenn nú hvernig túlka skal þá virkni og hvort virkninni fylgi eldgos á næstu árum og þá hvenær búast megi við því. Fyrirlesarar á fundinum verða…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit rannsakar stöðu efnisnáma í sveitarfélaginu

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samið við Verkís verkfræðistofu um að gera yfirborðsmælingu með dróna svo áætla megi það magn sem búið er að taka og eftir á að taka úr efnisnámum í sveitarfélaginu.  Niðurstöðu er að vænta á næstu vikum. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns í sumar hafnaði sveitarfélagið að vinna að breytingum á…Lesa meira

true

Ríkisstjórnin og sveitarstjórnarfólk fundaði í Stykkishólmi

Í gær og í dag hélt ríkissjórn Íslands fundi í Stykkishólmi. Hefð er fyrir því að ríkisstjórnir haldi einn fund að sumri utan höfuðborgarsvæðisins. Í gærmorgun sat stjórnin fund í Vatnasafninu með fulltrúum sveitarfélaga á Vesturlandi. Þar kynntu sveitarfélögin helstu baráttumál sín og skiptust á skoðunum við ríkisstjórnina. Þá nýtti sveitarstjórnarfólk ferðina og átti fund…Lesa meira

true

Gat á sjókví í Dýrafirði hefur hugsanlega verið lengi

Gat fannst á sjókví nr. 1 á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Gatið var u.þ.b. 20×40 cm að stærð. Í tilkynningu frá Matvælastofnun í gær segir að vísbendingar séu um að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar. Þess má…Lesa meira

true

Matsáætlun um skógrækt á Varmalæk

Á vef Skipulagsstofnunar hefur undanfarnar vikur legið frammi matsáætlun sem Efla vann vegna fyrirætlunar Heartwood Afforested Land ehf. um skógrækt í landi Varmalækjar í Bæjarsveit. Fyrirtækið keypti nýverið jörðina. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í dag. Almenningur getur lagt fram athugasemdir við matsáætlun og á sama tíma leitar Skipulagsstofnun umsagna lögboðinna umsagnaraðila.…Lesa meira

true

Átak til að laða heilbrigðisstarfsólk að Vesturlandi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) skrifuðu í gær undir samning sem hefur það megin markmið að auka mannauð í landshlutanum og gera starfsstöðvar HVE og búsetu á Vesturlandi að eftirsóknarverðari valkosti fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Viðstödd undirrituna var Alma Möller heilbrigðisráðherra. Fram kemur í samningnum að lykilatriði í byggðastefnu stjórnvalda á Íslandi er…Lesa meira

true

Heimaleikur Kára til styrktar Rakelar Irmu

Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi hefur ákveðið að næsti heimaleikur liðsins í annarri deildinni í knattspyrnu gegn KFG verði til styrktar Rakelar Irmu Aðalsteinsdóttur. Hún útskrifaðist í vor úr grunnskóla á Akranesi en greindist í sumar með krabbamein og er nú í meðferð við sjúkdómnum erlendis. Einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt beint með því að fara…Lesa meira

true

Sauðfjárslátrun hafin í Borgarnesi

Sauðfjárslátrun hófst í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey í morgun, talsvert fyrr en undanfarin ár, að sögn Eiríks Blöndals formanns stjórnar sláturhússins. Væntanlega er þetta fyrsta sauðfjárslátrun í landinu þetta haustið. Eiríkur segir að fyrirkomulag slátrunar í húsinu verði svipað og síðustu ár. „Bændur, sem að stórum hluta er fastur hópur viðskiptavina, leggja inn pantanir. Þessir…Lesa meira

true

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkir tilhögun sameiningarkosninga

Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn tillögu sameiginlegrar kjörnefndar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um tilhögun íbúakosninga í sveitarfélaginu um fyrirhugaða sameiningu sveitarfélaganna. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í síðustu viku hefur byggðarráð Borgarbyggðar einnig samþykkt tillögur kjörnefndar. Kjörstaður í Skorradalshreppi verður því í Laugabúð og kosið verður fimm virka daga á kosningatímabilinu…Lesa meira