Fréttir

true

Rútu hlekktist á á brú

Um hádegisbilið í gær fór rúta út af sporinu við enda gömlu brúarinnar á Breiðinni í Snæfellsbæ. Festist hún þar og þurfti stórvirk vinnutæki til þess að ná henni af brúnni. Mun rútan hafa verið á leið að Svöðufossi þegar óhappið varð, en talsverður fjöldi farþega var um borð. Engan sakaði. Svanur Tómasson gröfustjóri sá…Lesa meira

true

Ný brú yfir Ferjukotssíki tekin í notkun

Allt frá því að bráðabirgðabrúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði eyðilagðis í vatnavöxtum í janúar hefur Vegagerðin unnið að gerð nýrrar brúar á þeirri mikilvægu samgöngutengingu sem Hvítárvallarvegur er fyrir íbúa svæðisins. Myndarlegir stálbitar bera brúnna uppi en þeir hvíla á tveimur staðsteyptum undirstöðum. Brúargólfið er þannig talsvert hærra en á fyrri brúm. Nú er smíði…Lesa meira

true

ÍA tapaði í Kórnum

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu mætti liði HK í gærkvöldi í Kórnum í Kópavogi. Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik. Emilía Lind Atladóttir skoraði fyrir HK á 55. mínútu og Loma McNeese bætti öðru marki HK við á 80. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og tap ÍA því sjöunda tap liðsins í deildinni…Lesa meira

true

Nýr hérðaðsdýralæknir Norðvestursvæðis

Brigitte Brugger hefur verið ráðin í starf héraðsdýralæknis Norðvesturumdæmis og hún hefur þegar tekið til starfa. Brigitte lauk dýralæknanámi frá Háskólanum í Zürich í Sviss árið 1999 og hefur síðan öðlast víðtæka reynslu á sviði dýralækninga. Síðast við störf sem sérgreinalæknir alifugla hjá Matvælastofnun en áður sem eftirlitsdýralæknir á Suðurlandi. Í því starfi sinnti hún…Lesa meira

true

Gríðarleg vinna lögð í hagsmunagæslu vegna EES-tolla

Kristún Frostadóttir forsætisráðherra segir að gríðarleg vinna hafi verið lögð í hagsmunagæslu fyrir hönd Íslands vegna fyrirætlana Evrópusambandsins um upptöku verndartolla á kísilmálm frá Íslandi og Noregi. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort sú vinna skili árangri. Hún segir ágreining um málið innan ESB. Ríkisstjórnin fundar í dag og á morgun í…Lesa meira

true

Nýtt slitlag lagt á flugvöllinn á Stóra-Kroppi

Í gær luku verktakar á vegum Isavia lagningu nýs slitlags á flugvöllinn á Stóra-Kroppi í Borgarfirði. Nú er unnið að þjöppun slitlagsins og að því loknu verður flugvöllurinn opinn umferð. Flugvöllurinn á Stóra-Kroppi á sér langa sögu. Hann er um 700 metrar að lengd og hefur í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki þó mismikið hafi…Lesa meira

true

Gul veðurviðvörun við Breiðafjörð síðdegis á morgun og laugardaginn

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörum fyrir Breiðafjörð frá því síðdegis á morgun. Samkvæmt viðvöruninni er spáð suðvestan 8-13 m/s með 13-18 m/s í vindstrengjum á Snæfellsnessi. Vindhviður geta farið í allt að 30 m/s. Veður verður því varasamt ökutækjum sem taka á sig vind. Viðvörunin gildir frá kl.15:00 á morgun til kl. 23:00 laugardaginn…Lesa meira

true

Eyjólfur sat fyrir svörum um málefni ráðuneytisins

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra er um þessar mundir á fundaferð um landið. Býður hann til opinna samráðsfunda í öllum landshlutum. Slíkur fundur fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi síðdegis í gær. Ráðherra hélt í upphafi stutta tölu um þau mál sem undir hans ráðuneyti heyra. Það eru sveitarstjórnarmálefni, byggðamál, samgöngur, stafræna innviði og nú síðast strandveiðar…Lesa meira

true

Eldislax er að veiðast í Haukadalsá

Fiskurinn á meðfylgjandi mynd var veiddur í Haukadalsá í Dölum í gær. Fiskurinn er augljóslega eldislax. Það má meðal annars sjá á sporði og aflöguðum neðri kjálka. Hópurinn sem var við veiðar í ánni landaði að minnsta kosti þremur öðrum löxum svipuðum að stærð. Samkvæmt lýsingum af staðnum er áin; „full af fiski“ neðarlega, 80…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári Akranesi fóru bæði halloka í leikjum sínum þegar 17. umferð annarrar deildarinnar í knattspyrnu fór fram í gærkvöldi. Víkingar, sem verið hafa á ágætri siglingu í deildinni að undanförnu, fékk lið Hauka í heimsókn á Ólafvíkurvöll. Víkingar náðu forystunni á 29. mínútu með marki Asmer Begic. Forystan stóð ekki lengi…Lesa meira