Fréttir
Eyjólfur Ármannsson og Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar fremst á mynd. Ljósmyndir: mm

Eyjólfur sat fyrir svörum um málefni ráðuneytisins

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra er um þessar mundir á fundaferð um landið. Býður hann til opinna samráðsfunda í öllum landshlutum. Slíkur fundur fór fram í Hjálmakletti í Borgarnesi síðdegis í gær. Ráðherra hélt í upphafi stutta tölu um þau mál sem undir hans ráðuneyti heyra. Það eru sveitarstjórnarmálefni, byggðamál, samgöngur, stafræna innviði og nú síðast strandveiðar eftir að sá málaflokkur var færður úr atvinnuvegaráðuneytinu í sumar og yfir í innviðaráðuneytið. „Ég er þessi 5,4% ráðherra sjávarútvegsmála,“ sagði Eyjólfur m.a. í innleggi sínu.

Eyjólfur sat fyrir svörum um málefni ráðuneytisins - Skessuhorn