Fréttir

true

Laga í dag hvinrendur norðan Hvalfjarðarganga

Í dag, mánudaginn 18. ágúst kl. 9-12, eru fræstar hvinrendur norðan Hvalfjarðarganga á vegarkafla sem var malbikaður fyrr í sumar. Framkvæmdasvæðið er stutt og verður umferð stýrt framhjá. Búast má við lítils háttar umferðartöfum við framkvæmdasvæðið, að sögn verktakanna sem eru frá Colas Ísland. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna…Lesa meira

true

Gefur út bók um baráttu sína vegna veikra hrossa

Bókin „Barist fyrir veik hross – frásögn úr grasrótinni,“ er nýkomin út og til sölu í verslunum. Höfundur hennar er Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir bóndi á Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit, bæ við einn fegursta stað við mynni Hvalfjarðar, skammt austan við þar sem umferðin beygir til austurs eftir að ekið er í norður frá Hvalfjarðargöngum. Í kynningu…Lesa meira

true

Heilbrigðisráðherra kynnti sér starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Í vikunni sem leið heimsótti Alma D. Möller heilbrigðisráðherra nokkrar af starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE), ræddi við starfsfólk og stjórnendur og kynnti sér starfsemina. Starfssvæði HVE er víðfeðmt, starfsstöðvar alls átta og íbúar á þjónustusvæðinu um 20 þúsund. Að auki rekur HVE hjúkrunarheimilin Systraskjól í Stykkishólmi og Silfurtún í Búðardal. Með ráðherra í för voru…Lesa meira

true

Skógræktarfólk stefnir á aðalfund í Borgarfirði

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands verður haldinn í félagsheimilinu Þinghamri í Borgarfirði undir lok mánaðar, dagana 29. til 31. ágúst. Fundurinn verður í boði Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa má nefna ávörp gesta og þá mun Halla Tómasdóttir forseti Íslands heiðra samkomuna, flytja ávarp og planta trjám í Toyota skóginum á Varmalandi, á svæði sem nefnt hefur…Lesa meira

true

Berjatíminn er núna

Eftir fremur milt sumar á landinu öllu er berjaspretta víða góð. Þó er alls ekki hægt að ganga að því vísu að ber sé að finna á öllum þekktum stöðum. Þar getur svo margt spilað inn í. Til dæmis skiptir það miklu máli fyrir vöxt aðalbláberja að lyngið hafi legið undir snjó veturinn áður, gjarnan…Lesa meira

true

Skagamenn taka á móti Víkingum í kvöld

Í kvöld klukkan 18 tekur meistaraflokkur karla hjá ÍA á móti Víkingum í leik í Bestu deildinni. „Strákarnir eru í þröngri stöðu í deildinni en við Skagamenn höfum oft sýnt hvað við getum gert þegar samfélagið stendur saman. Gerum okkur gulan og glaðan dag, tökum kvöldmatinn á vellinum og styðjum strákana til sigurs. Áfram ÍA…Lesa meira

true

Skjálftar norðan Langjökuls

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 stig mældist á Djöflasandi, norðan Langjökuls, um klukkan 8:30 í morgun. Sjö aðrir smærri skjálftar hafa auk þess mælst á svæðinu frá því í gær. Skjálftinn í morgun mun vera stærsti skjálfti á þessu svæði í 18 ár. Upptök hans eru 7,5 kílómetrum norðvestur af Hveradölum, eins og sjá má á…Lesa meira

true

Hvalfjarðardagar standa nú sem hæst

Bæjar- og héraðshátíð Hvalfjarðardagar stendur nú sem hæst, hófst á fimmtudaginn með litahlaupi ungmennafélagsins en lýkur á morgun sunnudag með gusutíma á Hlöðum. Í gær var boðið upp á kjötsúpu á Vinavelli í Melahverfinu og brekkusöng í kjölfarið sem Hjörvar Gunnarsson stýrði. Dagskrárliðir teygja sig um alla sveit. Í dag hófst dagskráin með skemmtiskokki, markaður…Lesa meira

true

Bálhvasst á Holtavörðuheiði og ferðavagnar eyðilögðust

Frá því í gær hefur gul viðvörun verið í gildi fyrir norðvesturhluta landsins vegna vestan hvassviðris. Fyrir Breiðafjarðarsvæðið gildir viðvörun til klukkan 9 í fyrramálið, sunnudag. Þar verður suðvestan 8-13 m/s, með 13-18 m/s í vindstrengjum á Snæfellsnesi og vindhviður að 30 m/s. Við slíkar aðstæður er varasamt að vera á ferð á ökutækjum sem…Lesa meira

true

Húsráðendur náðu sjálfir að slökkva

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var laust fyrir klukkan tíu í morgun kallað út að tveggja íbúða húsi við Suðurgötu 99 á Akranesi. Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar slökkviliðsstjóra náðu húsráðendur sjálfir, fyrir komu slökkviliðs, að kæfa staðbundinn eld í íbúð á efri hæð. Engan sakaði. Slökkvilið aðstoðar við reykræstingu hússins.Lesa meira