Fréttir

true

Fyrsta skóflustunga á Fólóreitnum

Síðdegis á föstudaginn var tekin fyrsta skóflustunga væntanlegra byggingaframkvæmda á lóð Kirkjubrautar 39 á Akranesi. Þar stóð lengi Fólksbílastöðin eða „Fóló“ eins og hún var löngum nefnd. Á lóðinni mun rísa hús með 21 íbúð á efri hæðum auka verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. Þá verður einnig bílakjallari undir húsinu. Það eru fyrirtækin Barium ehf.…Lesa meira

true

Írskir dagar tókust vel í frábæru veðri – myndasyrpa

Bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi fór fram í síðustu viku, en hátíðinni lauk í gær. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti þeirra nær allan tímann. Mikill fjöldi sótti hátíðina heim. Flestir komu saman á Brekkusöng á Þyrlupallinum en í kjölfarið var hin árlega Lopapeysa á hafnarsvæðinu. Að sögn lögreglu gekk hátíðin vel fyrir sig þrátt…Lesa meira

true

Reiknað með 1.200 milljónum á Vestursvæði úr aukafjárveitingu

Fjáraukalög III, þar sem gerð var tillaga um þriggja milljarða aukafjárveitingu til neyðarviðgerða á vegkerfinu, voru loks samþykkt á Alþingi á laugardaginn. Þessarar aukafjárveitingar hefur lengi verði beðið enda líður hratt á þann tíma sem vænlegur er til slíkra framkvæmda. G.Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir að starfsfólk Vegagerðarinnar hafi verið tilbúið og nú verði…Lesa meira

true

Leggur til að vindorkugarður í Garpsdal fari í nýtingarflokk

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, leggur til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Tillaga ráðherra hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en með henni er lögð til breyting á tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar sem lagði til við ráðherra í maí síðastliðnum að allir tíu vindorkukostirnir í 5. áfanga…Lesa meira

true

ÍA vermir áfram botnsætið eftir tap gegn Fram

Leikmenn ÍA sóttu ekki stig gegn Fram þegar liðin mættust í 14. umferð Bestu-deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í sumarblíðu Írskra daga á Jaðarsbökkum og áhorfendamet var slegið þegar 1.144 mættu til þess að fylgjast með leiknum. Leikurinn var leikur margra færa en aðeins eitt þeirra nýttist. Það voru leikmenn Fram sem skoruðu…Lesa meira

true

Auknar tekjur hafnarsjóðs

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn það sem af er árinu eru 9.986 tonn, eða 16,3% meiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Bókað er að tekjur af komum skemmtiferðaskipa eru um sjö milljónum króna hærri nú og heildar tekjur hafnarsjóðs, þ.e. hafnargjöld og þjónustugjöld, eru um 19…Lesa meira

true

Leyfi til litarefnarannsóknar í Hvalfirði í skoðun

Utanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar endurupptökubeiðni frá Röst sjávarrannsóknarsetri ehf. um leyfi til vísindarannsókna í Hvalfirði. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns sótti Röst á sínum tíma um rannsóknarleyfi til íblöndunar vítissóta í Hvalfjörð. Var rannsókninni ætlað að kanna hvort auka mætti basavirkni sjávar á litlu svæði. Verkefnið hlaut afar blendin viðbrögð íbúa við…Lesa meira

true

Ísland á leið heim af EM eftir leik við Noreg á fimmtudaginn

Eftir að úrslit í öðrum leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Sviss lágu fyrir í gærkvöldi, er ljóst að liðið á enga möguleika á að komast í átta liða úrslit á mótinu. Einn leikur er eftir á fimmtudaginn, á móti Noregi, en úrslitin skipta engu máli fyrir Ísland, annað en upp á stoltið.…Lesa meira

true

Gul viðvörun vegna suðaustan hvassviðris í dag

Veðurstofan bendir á að í dag orsakar lægð hvassviðri um vestanvert landið. Gul viðvörun er í gildi frá klukkan 15 í dag við spásvæðin Breiðafjörð og Faxaflóa – og fram á nótt. Á Breiðafjarðarsvæðinu verður suðaustan 10-18 m/s með vindhviður að 25-30 m/s á Snæfellsnesi. Við Faxaflóa er spáð suðaustan 8-15 m/s með vindhviður að…Lesa meira

true

Metaðsókn er í lögreglunám

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu svo yfir mest allan apríl mánuð. Nú liggur fyrir að 96 nýnemar munu hefja nám við skólann í haust og er það metfjöldi nýnema í náminu. Í janúar sl. kynnti dómsmálaráðherra áform sín…Lesa meira