Fréttir

true

Tónlistahátíðin Heima í Hólmi haldin í annað sinn um helgina

Dagana 11 – 12. júlí fer fram tónlistarhátíðin Heima í Hólmi í annað sinn í Stykkishólmi. Hátíðin er hugarfóstur Hjördísar Pálsdóttur sem sér um undirbúning og skipulag. Á hátíðinni fara fram tónleikar í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum víðsvegar um bæinn. Fjöldi vandaðra listamanna koma fram á hátíðinni og ætti enginn tónlistarunnandi að láta…Lesa meira

true

Vegagerðin beið ekki boðanna og bauð út fyrsta neyðarverkefnið

Vegagerðin auglýsti í gær fyrsta útboðið vegna neyðarframkvæmda á Vestursvæði í kjölfar þess að Alþingi afgreiddi loks Fjáraukalög III þar sem þremur milljörðum króna var veitt til ýmissa verkefna í gatslitnu vegakerfi. Útboðið sem auglýst var síðdegis í gær felur í sér styrkingu og malbikun á 1.000 metra kafla á Vestfjarðavegi beggja vegna núverandi malbiks…Lesa meira

true

Íbúum fækkar í Skorradal

Samkvæmt tölum Þjóðskrár um íbúafjölda 1. júlí hefur íbúum Skorradalshrepps fækkað um 18 frá því 1. desember 2024 eða um 22,8%. Á sama tíma hefur íbúum á Vesturlandi fjölgað um 0,33% eða úr 18.479 íbúum í 18.541 íbúa. Mest var fjölgunin á þessu tímabili í Grundarfirði. Þar fjölgaði íbúum í 892 úr 869 á tímabilinu…Lesa meira

true

Marinó Ingi í þjálfarateymi ÍA

Sundfélag Akraness hefur ráðið Marinó Inga Adolfsson sem nýjan þjálfara til að efla og styrkja starfsemi félagsins. Marinó mun vinna að uppbyggingu og þjálfun yngri hópa í Bjarnalaug í samstarfi við Jill Syrstad, auk þess að þróa æfingar fyrir börn með sérþarfir. Hann mun jafnframt þjálfa hjá Sunddeild Skallagríms í Borgarnesi tvisvar í viku. „Marinó…Lesa meira

true

Landsréttur lækkar umtalsvert málskostnað til eigenda Borgarbrautar 57-59

Með úrskurði sínum á dögunum hefur Landsréttur lækkað mjög málskostnað þann er Héraðsdómur Vesturlands hafði dæmt til handa eigendum fjölbýlishússins að Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi, eða úr 37,5 milljónum í 4,2 milljónir. Forsaga málsins er sú að fljótlega eftir að flutt var í fjölbýlishúsið á sínum tíma fór að bera á miklum göllum einkum leka…Lesa meira

true

Tap hjá Vesturlandsliðunum í annarri deildinni

Lið Kára og Víkings Ólafsvík töpuðu bæði leikjum sínum í elleftu umferð annarrar deildarinnar í knattspyrnu karla um helgina. Lið Kára sótti lið Hauka heim á Birtu-völlinn í Hafnarfirði á föstudagskvöldið. Skemmst er frá því að segja að leikmenn Kára sáu aldrei til sólar í leiknum. Strax á 10. mínútu skoraði Fannar Óli Friðleifsson fyrsta…Lesa meira

true

Níu úthlutanir Hvatasjóðs íþróttahreyfingarinnar til Vesturlands

Á dögunum veitti Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar öðru sinni til þeirra verkefna og umsækjenda sem samræmast áhersluatriðum sjóðsins. Sjóðurinn er á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna, með áherslu á þátttöku barna með fötlun, barna af tekjulægri heimilum og barna með…Lesa meira

true

Opnaði sýninguna Huggulegt líf

Laugardaginn 5. júlí var sýningin; Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design“ opnuð í Norska húsinu í Stykkishólmi. Hönnuður og framkvæmdastjóri Lúka Art & Design er Brynhildur Þórðardóttir. Hún er með BA próf í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textíl og atgervisfatnaði. Hún hefur m.a. unnið sem sjálfstætt starfandi…Lesa meira

true

Ný kennslubók um gróðurelda

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út nýja og uppfærða kennslubók um gróðurelda, sem er nú aðgengileg á vefnum Gróðureldar. Bókin er ætluð slökkviliðum landsins og öllum þeim sem koma að forvörnum, skipulagi eða viðbrögðum vegna gróðurelda. Bókin byggir á sænsku kennslubókinni um gróðurelda, Vägledning i skogsbrandsläckning, auk þess sem stuðst var við eldri kennslubók Brunamálastofnunar…Lesa meira

true

EuroBasket bikarinn á ferð um landið

FIBA Europe ákvað að EuroBasket bikarinn yrði í heimsókn og til sýnis á Íslandi dagana 3.-5. júlí. Bikarinn og lukkudýrið Marky Mark fóru víða og meðal annars í myndatökur á Akranesi en einnig á ýmsa staði á Suðurlandi. Heimsóttar voru körfuboltaboltabúðir á Flúðum þar sem hátt í 200 krakkar voru við æfingar. Þá var hópurinn…Lesa meira