
Valdimar og Örn Eldjárn spiluðu í gömlu verbúðinni á Reitarvegi í fyrra.
Tónlistahátíðin Heima í Hólmi haldin í annað sinn um helgina
Dagana 11 - 12. júlí fer fram tónlistarhátíðin Heima í Hólmi í annað sinn í Stykkishólmi. Hátíðin er hugarfóstur Hjördísar Pálsdóttur sem sér um undirbúning og skipulag. Á hátíðinni fara fram tónleikar í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum víðsvegar um bæinn.