
EuroBasket bikarinn á ferð um landið
FIBA Europe ákvað að EuroBasket bikarinn yrði í heimsókn og til sýnis á Íslandi dagana 3.-5. júlí. Bikarinn og lukkudýrið Marky Mark fóru víða og meðal annars í myndatökur á Akranesi en einnig á ýmsa staði á Suðurlandi. Heimsóttar voru körfuboltaboltabúðir á Flúðum þar sem hátt í 200 krakkar voru við æfingar. Þá var hópurinn í Kringlunni ásamt landsliðsmönnum.