Fréttir

Opnaði sýninguna Huggulegt líf

Laugardaginn 5. júlí var sýningin; Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design“ opnuð í Norska húsinu í Stykkishólmi. Hönnuður og framkvæmdastjóri Lúka Art & Design er Brynhildur Þórðardóttir. Hún er með BA próf í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textíl og atgervisfatnaði. Hún hefur m.a. unnið sem sjálfstætt starfandi fatahönnuður fyrir ZO-ON og Varma. Brynhildur hefur einnig starfað sem búningahönnuður fyrir Poppoli kvikmyndagerð og hefur verið tilnefnd til Eddu verðlaunanna fyrir verk sín.

Opnaði sýninguna Huggulegt líf - Skessuhorn