
Níu úthlutanir Hvatasjóðs íþróttahreyfingarinnar til Vesturlands
Á dögunum veitti Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar öðru sinni til þeirra verkefna og umsækjenda sem samræmast áhersluatriðum sjóðsins. Sjóðurinn er á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna, með áherslu á þátttöku barna með fötlun, barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.